Alvotech (NASDAQ: ALVO) og samstarfsaðilar félagsins, Kashiv Biosciences og Advanz Pharma, kynntu í dag að jákvæð niðurstaða hefði náðst í klínískri rannsókn sem bar saman virkni AVT23, fyrirhugaðrar hliðstæðu líftæknilyfsins Xolair (omalizumab), og virkni frumlyfsins. Xolair er lyf sem gefið er við ofnæmisastma og fleiri skyldum sjúkdómum. Kashiv Biosciences er líftæknifyrirtæki með höfuðstöðvar í New Jersey í Bandaríkjunum. Advanz Pharma er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem markaðssetur lyfseðilsskyld lyf, stungu- og innrennslislyf og lyf við sjaldgæfum sjúkdómum. Það er með höfuðstöðvar í Bretlandi.