Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar, A- með stöðugum horfum. Um leið hækkaði S&P grunneinkunn (stand-alone credit profile, SACP) Landsvirkjunar úr bb+ í bbb-. Hækkunin byggir á endurmati á rekstraráhættu Landsvirkjunar, sem er nú talin ásættanleg (e. satisfactory) fremur en sæmileg (e. fair), í ljósi hagkvæms orkuvinnslukerfis, sterkrar stöðu á markaði og langtímasamninga við viðskiptavini.