Ákveðið hefur verið að hefja söluferli á FÍ fasteignafélagi slhf. og mun söluferlið hefjast formlega á þriðja ársfjórðungi. Eignasafnið telur 11 fasteignir, sem staðsettar eru við Amtmannsstíg 1, Ármúla 1, Álfheima 74, Bankastræti 2, Bankastræti 7, Borgartún 25, Hverfisgötu 103, Lækjargötu 3, Laufásveg 31, Víkurhvarf 3 og Þverholt 11. Eignasafnið er um 25.000 m² í heildina og námu heildareignir 15,7 ma.kr. í lok árs 2024.