Á aðalfundi Reita þann 2. apríl 2025 var stjórn félagsins veitt heimild til þess að kaupa allt að 10% af eigin bréfum fyrir félagsins hönd í því skyni að koma á viðskiptavakt og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun.
Með vísan til fyrri tilkynningar um kaup Reita á félaginu L1100 ehf., sem nálgast má hér, tilkynnist að öllum fyrirvörum vegna kaupanna hefur verið aflétt.
Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Kili fjárfestingarfélagi ehf. og GJ Invest ehf., þar sem farið er yfir 5% eignarhlut í Reitum í kjölfar lækkunar á hlutafé.
Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 15. maí 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 16. maí 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.