Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 1. júlí 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 2. júlí 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.
Vísað er til tilkynningar Kaldalóns hf. („Kaldalón“ eða „félagið“), dags. 7. júlí 2025, um umfang endurkaupa í viku 27 samkvæmt endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um þann 30. júní 2025. Vegna mistaka við upplýsingagjöf frá umsjónaraðila endurkaupaáætlunar er birt leiðrétt umfang á endurkaupum í viku 27.