Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Óskar hefur starfað hjá Símanum frá árinu 2005, en sem fjármálastjóri frá 2011. Hann mun láta af störfum þann 1. október næstkomandi og verður forstjóra innan handar þar til ráðið hefur verið í starfið.