25.6 C
New York
Thursday, July 3, 2025
Press ReleasesHeimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) hefur lokið útboði á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

HEIMAR50 GB er grænn, verðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 20. ágúst 2050 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) fram til lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 2,477% og núverandi stærð er 14.420 m.kr að nafnverði.  

Alls bárust tilboð að fjárhæð 4.760 m.kr. að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 3,98% til 4,04%. Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 1.800 m.kr. að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 3,99%. 

Uppgjör viðskiptanna er fyrirhugað þann 24. júní næstkomandi. Óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. í kjölfarið. 

Nálgast má grunnlýsingu, endanlega skilmála, grænu umgjörðina og önnur skjöl er varða útgáfu framangreinds skuldabréfaflokks á vefsíðu félagsins á slóðinni www.heimar.is/fjarfestar/fjarmoegnun 

Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna ásamt töku þeirra til viðskipta á Nasdaq Iceland. 

Nánari upplýsingar veitir Björn Eyþór Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármála, eythorb@heimar.is 

Source: https://www.globenewswire.com/news-release/2025/06/13/3099248/0/is/Heimar-hf-St%C3%A6kkun-%C3%A1-skuldabr%C3%A9faflokknum-HEIMAR50-GB.html

Recent News